21.4.2008 | 05:09
#1
Svör við Lindu.
Hér kemur fyrsta svarið við fyrirspurnir Lindu um hvernig eigi að réttlæta það sem er sagt um konur í Kóraninum. Ég vil vekja athygli á það að ég hef, eins og hún Linda, búið lengi í útlöndum, eiginlega alin upp þar og því bið ég afsökunar á málfræði og stafsetningarvillum. Sýnið smá miskunn :) Ég ætla samt að gera ykkur smá greiða með því að þýða ekki of mikið úr enskunni, ég held bara að fólk almennt skilji enskuna ágætlega en þeir sem gera það ekki þá annaðhvort kíkið í orðabækur eða bara biðjið um þýðingu.
Líka eitt sem er mikilvægast. Ég er ekki fræðimaður/kona í íslam, vonandi verð ég það einhvern tíma ef Guð lofar en á meðan ef það eru villur í því sem ég er geri eru þessi mistök mín, og megi Guð sýna mér miskunsemi og dæma mig út frá ætlun minni, amín.
Ég nota þýðingu Yusuf Ali. Þið getið fundið hana til dæmis www.quranexplorer.com en þar er hægt að velja um nokkrar þýðingar og hlusta á Kóraninn á arabísku og ensku (mjög praktískt).
Byrjum þá okkar ferðalag: Rautt er það sem ég fékk frá Lindu.
The Qur'an:
Sura (4:11) - (Inheritance) "The male shall have the equal of the portion of two females" (see also Sura (4:176)).
Skoðum versið 4:11 í heilu lagi
Allah (thus) directs you as regards your children's (inheritance): to the male, a portion equal to that of two females: if only daughters, two or more, their share is two-thirds of the inheritance; if only one, her share is a half. For parents a sixth share of the inheritance to each if the deceased left children; if no children, and the parents are the (only) heirs, the mother has a third; if the deceased left brothers (or sisters), the mother has a sixth. (The distribution in all cases is) after the payment of legacies and debts. Ye know not whether your parents or your children are nearest to you in benefit. These are settled portions ordained by Allah; and Allah is All-Knowing All-Wise. (11)
eða:
Þessa krefst Allah af yður um börn yðar: Karlmaður skal erfa tvöfaldan hlut konu. Séu dætur einar til arfs, tvær eða fleir, skulu þær hljóta tvo þriðju hluta arfsins, en sé dóttir aðeins ein, skal hún hljóta hálfan arf. Foredrar skulu erfa sjöttung hvort, hafi hinn látni átt afkvæmi; en láti hann engin börn eftir sig, og standi foreldrar einir til arfsins, skal móðir hans hljóta þriðjung. Ef hann á systkin, skal móðir hans fá sjöttung. Allt skal þetta bundið því, að skuldir hans séu greiddar og hvaðeina sem hann kann að hafa fest sem dánargjöf í erfðaskrá. Hvort þér hafið meira not af foreldrum yðar eða börnum (standi næst í arf), það vitið þér eigi. En þetta eru lög Allah, Hann er Alvitur.
Vers sem kemur á eftir fjallar líka um hvernig fjölskylda erfast eftir andlát konu, en við skulum halda okkur við þetta vers núna.
Hér koma smá bakgrunnupplýsingar um almenna hlutverkaskiptingu í íslam:
Í íslam er karlmaðurinn fjárhagslega ábyrgður fyrir sinni fjölskyldu. Konur eru lausar undan þeirri ábyrgð þar sem þær eru með aðra ábyrgð, sjá um uppeldi barna og heimilið almennt. Þegar faðir deyr fer ábyrgðin yfir á hina karlmennina í fjölskyldunni, segjum soninn ef hann átti son. Ef mæður og systur velja hins vegar að hjálpa mönnunum sínum eða bræðrum fjárhagslega fá þær hasanat, eða umbun, hjá Guði, en ásetningurinn að þarf að vera til staðar. Enda sagði Spámaðurinn Muhammad Deeds are [a result] only of the intentions [of the actor], and an individual is [rewarded] only according to that which he intends. (Bukhari og Muslim).
Höldum áfram.
Ég ætla ekki að hafa rosalega langa útskýringu, því íslamsfræði er vísindi og arfskipting er lagakerfi og ekki höfum við úthaldið að fara í gegnum hvert einustu smáatriði. Annars eruðið öll velkomin til þess að gera það. Þess vegna held ég mig við upplýingar sem skipta mestu máli í þessari umræðu. Jæja þá:
Fyrst þarf að borga útförin og skuldirnar látinnar manneskjunnar áður en farið er að skipta eignum, sem er gert ef eitthvað er eftir. Ef eftir dauða liggur erfðaskrá stendur hún fyrir í mesta lagi 1/3 allra eignanna. Eftir þetta er farið að skipta milli erfingja, smáatriðin um hvernig farið er að því finnast í bókum Fargid, Múslimska erfðalaga.
Skipting milli barna:
Farið er eftir grundvallaratriðinu að dreifing fari til þessa næsta og þessa þar næsta. Þar sem börnin þeirra látinna og foreldra þeirra eru næst þeim erfa þau sama hvað. Þetta eru beinustu tengslin sem menn hafa (blóðlína).
Í þessu versi stendur nákvæmlega hver á að fá hvað,tökum dæmi: ef manneskja deyr og skilur eftir sig aðeins einn son og tvær dætur, eignirnar skiptast í fjóra hluta þar sem 2/4 fara til stráksins og ¼ til hvorrar stelpu.
Tökum eftir:
Kóraninn vill tryggja að stelpur fái sinn hluta þegar það nefnir hluta þeirra sem grund á hvernig eigi að gefa strákum. S.s. Í staðinn fyrir að segja Tvær konur skulu erfa einn hlut karlmanns er valið að segja Karlmaður skal erfa tvöfaldan hlut konu. Þeir sem gefa systrum sínum ekki þeirra hlut og segja að þær hafi fórnað eða sleppt honum hafa beinlínis skjátlast því þær gera það yfirleitt ekki viljandi. Þeir standa í skuld við þær og að hrifsa af þeim arfinn er mikil synd. Í tilviki þar sem stelpur undir lögaldri eiga inn hluta af arfi en fá hann ekki, er þetta eiginlega tvöföld synd, fyrir að hrifsa af þeim þeirra löglegan arf og fyrir að ræna eignir munaðarleysingja.
Þegar er sagt : Ye know not whether your parents or your children are nearest to you in benefit. These are settled portions ordained by Allah; and Allah is All-Knowing All-Wise.
Er einfaldlega verið að segja að réttasta leið til að vera öllum sanngjarnt er að Guð sjálfur ákveði hvernig eigi að skipta á milli erfingja. Ef menn væru látnir ákveða eru hættur á því að þeir myndu velja eftir hentugleika frekar en eftir því sem er sanngjarnt og rétt. Allah ákveður því Hann veit best og við vitum að Hann gerir það í þágu okkar mannanna.
Annars eru reglurnar ekki alltaf strákum í hag (sem mér finnst þetta ekki vera). Ef manneskja lætur eftir sig aðeins systkyni þá skipta þeir eignum jafnt hvort það séu bræður eða systur eða eins og versið segir að forledrar fái jafnan hlut við anlát barns þeirra.
Þetta er svolítið mikið kerfi, flókið en nákvæmt. Ég er bara að fara í þetta vers sem er til umræðu.
Mér finnst réttlátt að bróðir minn fái stærri hlut en ég ef hann er fjárhagslega ábyrgður fyrir mér (ef ég bý enn í foreldarhúsi). Ég segi þetta hypothelically.
Í stuttu máli:
Karlmenn eru með þessa fjarhagslega ábyrgð undir lögum, ekki konur. Konur þurfa ekki löglega að eyða neinu af sínum eignum, þær hafa rétt til að erfa og halda þeim pening fyrir sig. Eins og ég segi ef þær hins vega velja að gera það þá fá þær það verðlaunað, þetta gildir sko allt saman á dómsdegi !
Meikar þetta sens ?
Kv
Julie
Athugasemdir
Sæl Julie og takk fyrir síðast. Ég var á síðunni hans Salmanns og varð óglatt við að sjá fordóma og fáfræði margra samlanda minna þar. Ég dáist að endalausri þolinmæði ykkar við að útskýra málstað ykkar og vona innilega að það komi að þeim deigi að fordómar í ykkar garð fari að sjatna.
Það var algjört ævintýri að fá að koma og fylgjast með samkomu hjá ykkur um daginn, vildi óska þess að fleiri gerðu sér far um að koma og spjalla við ykkur. Var búin að lenda í orðaskaki við Skúla vegna skrifa hans og fagna af einlægni því að síðunni hans hafi verið lokað.
Gangi ykkur sem best í baráttunni ;)
Kv. Borghildur
Borghildur Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 01:04
Borghildur !
Ég sé að það er greinilega fullt af fólki á blog.is , heitar umræður hafa víst verið undanfarið. Það var okkar ánægja að hafa fengið að spjalla við þig og vertu velkomin aftur hvenær sem er. Fórdómar myndast vegna hræðslu við það ókunnuga en því meira sem við tölum öll saman og deilum skoðunum á siðlegum nótum og fræðumst um hvort annað því betra.
Fyrir hin sem hafa ekki hitt múslima þá erum við líka venjulegt fólk, erum íslendingar í húð og hár nokkrir, höfum ekki hætt að taka lýsi og labba um fjöllin þrátt fyrir að hafa tekið íslam.
Julie, 22.4.2008 kl. 12:44
Guðrún (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:20
walaikum Salam systir
Er að reyna hérna að leysa miskilninginn sem hefur sýnist mér myndast undanfarið... þetta er sko ekki búið!
Takk fyrir að hafa kíkt!
Julie, 22.4.2008 kl. 22:18
Það er mjög erfitt að útskýra með orðum...
Hvað gefur íslam mér? Hhmmm.....Ég myndi segja að það að finna fyrir beinu milliliðalausu sambandi við Guð er eitthvað mjög gefandi. Í seinasta boðskapnum fann ég þetta einmitt sem ég var að leita að.
Ég viðurkenni að það er enginn Guð nema Hann og að Múhammeð er hans spámaður. Ég var aldrei tilbúin að tilbiðja Jesú á sínum tíma þegar ég var kristin, það var ekki í samræmi við mína skilgreiningu á hvað Guð á að standa fyrir enda trúi ég því núna að það var ekki það sem Jesú ætlaði að fá mennina til að trúa, að hann væri Guð eða sonur Guðs. Hins vegar trúi ég á Jesú og hina Spámennina sem frábærar manneskjur og valdir af Guði fyrir ákveðið verkefni.
Það er enginn eins og Hann en sköpun Hans gefur okkur aðeins insýn um mátt Hans. Þess vegna getum við ekki og eigum við ekki að líkja Honum við manninn því auðvitað er Hann miklu meira en það.
Ég veit hvað Hann býðst frá mér nákvæmlega og Honum ætla ég að sinna því ef ég stefni hátt í Himnaríki, veit ég að ég þarf að vinna í því á hverjum degi enda veit ég ekki hvort ég fái að lifa daginn á morgun. Það að vita hvert maður á að fara auðveldar manni lífið, svo "einfalt" er þetta.
Sem kona gefur íslam mér virðingu sem mér fannst ég eiga skilið. Boðskapurinn kom eiginlega vegna þess að fólk hafði gleymt þessu meðal annars.
Þetta er erfitt að útskýra en vonandi skiluru hvað ég er að meina. Tilfiningin sem kemur upp þegar ég hugsa til trúarinnar er ekki eitthvað sem orð geta lýst...
Julie, 23.4.2008 kl. 20:16
as salamu alaykum
Vel orðað hjá þér Juli. Soldið langt en í fína lagi.
Takk fyrir síðast...sjáumst bráðlega inshallah
Íris , 27.4.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.