17.5.2008 | 13:35
#4
Hérna er annað vers (rautt) sem Linda sendi til að útskýra. Það væri fínt Linda að fá einhver viðbrögð frá þér, ef það er eitthvað sem er ennþá að angra þig eða þú vilt spyrja :)
Sura (5:6) - "And if ye are unclean, purify yourselves. And if ye are sick or on a journey, or one of you cometh from the closet, or ye have had contact with women, and ye find not water, then go to clean, high ground and rub your faces and your hands with some of it" (Men are to rub dirt on their hands if there is no water to purify them following casual contact with a woman (such as shaking hands).
Versið í heild:
O ye who believe! when ye prepare for prayer, wash your faces and your hands (and arms) to the elbows; rub your heads (with water); and (wash) your feet to the ankles. If ye are in a state of ceremonial impurity, bathe your whole body. But if ye are ill or on a journey, or one of you cometh from offices of nature, or ye have been in contact with women, and ye find no water, then take for yourselves clean sand or earth, and rub, therewith your faces and hands. Allah doth not wish to place you in a difficulty, but to make you clean, and to complete His favour to you, that ye may be grateful. (6)
Ó, þér trúaðir, þegar þér rísið upp til bæna, þá laugið andlit yðar, og hendur yðar upp að olnbogum; þvoið yður mjúklega um höfuð, og um fætur upp að ökklum. Ef þér hafið saurgazt, þá gangið til laugar. Og ef þér eruð sjúkir eða á ferð, ellegar einhver yðar hefur gegnið örna sinna, eða þér hafið haft mök við konur, og finnið ekki vatn, þá takið hreinan sand og núið með honum andlit og hendur. Allah fýsir ekki að leggja á yður neina byrði, en Hann óskar þess að hreinsa yður og fullkomna náð sína með yður, svo að þér verðið þakklátir.
Ég veit ekki hvaðan þetta casual contact, such as shaking hands kom þarna í túlkuninni (efast að hún sé múlimsk...), en það vita múslimar að contact with women þýðir að hafa samfarir. Alveg eins, þurfa konur líka að þvo sér (böðun, ghusl) eftir samfarir áður en þær fara að biðja. Þetta vers leiðbeinir trúendum um hvernig eigi að hreinsa líkamann áður en eigi að biðja og ef ekkert vatn er að finna, en þá heitir hreinsunin tayammum. Það er mjög mikilvægt að vera hreinn fyrir bæn, bæn er lykillinn að himnaríki en lykillinn að gildri bæn er hreinsunin. Guð segir vilja ekki leggja á okkur neina byrgði.
Og Guð veit best.
Friður veri með ykkur.
Athugasemdir
haha, fólk verður nú að hafa vit á því að athuga túlkanirnar sem það leggur fram, svo ekki sé nú minnst á það að túlkun er bara túlkun svo það er versið sem gildir, ekki túlkun einhvers einstaklings á því. En svona eru þröngsýnir, leita uppi eitthvað neikvætt og leggja allan trúnað á það þvert á alla rökhugsun.
Þessi Linda er bara orðin fræg um netheiminn fyrir þröngsýni og hatursfullan áróður sinn, samt skilst mér að hún kalli sig kristna! Alveg ótrúlegt. Hún er virkilega að sverta ímynd kristina á sama tíma og hún er að gera Múslimum lífið leitt, ég vona bara að fólk taki hana ekki of alvarlega því þetta er ekki kristin hegðun á neinum mælikvarða!
Frida (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 12:41
Mér þætti líka gaman að vita hvar Linda fékk upprunalegu þýðinguna því túlkunin í sviganum er mjög sérkennileg og alls ekki hinn almenni skilningur á þessum hluta af versinu.
Sigrún (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 12:44
Drottning Raina frá Jordaníu er með góða síðu á Youtube þar sem hún talar um kvennréttindi, Íslam og Múslima.
http://www.youtube.com/user/QueenRania
Haukur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.